áburður

Nýjar vörur - micare hreinsilínan

hreinsivörur frá micare

Náttúrulegar og umhverfisvænar hreinsivörur og sápa


Nú nýlega fengum við inn til okkar nýjar og spennandi vörur frá danska fyrirtækinu Micare. Micare er lítið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu náttúrulegra hreinsiefna sem mörg hver eru byggð á aldagömlum grunni og uppskriftum. Hér eru engin óþarfa aukaefni og þau ilmefni sem notuð eru í vörur sem eru með ilmum er með náttúrulegum ilmum úr ilmkjarnaolíum. Þetta er 100% hrein sápa.

 

Af hverju á ég að velja micare?

  • Skilvirk sápa og hreinsiefni til djúphreinsunar án allra aukaefna

  • Áburður sem kallar fram upprunalega djúpa litinn á yfirborðinu

  • Falleg og öflug þrifaáhöld úr náttúrulegum um umhverfisvænum efum.


Kynntu þér vörurnar hérna fyrir neðan og í vefversluninni okkar.


Gerum þrifin skemmtilegri


Pakkalausnir micare - Hreinsivörur og sápa

Micare Naturren


Micare Naturren sápa er fjölhæft hreinsiefni sem fjarlægir óhreinindi, fitu og kalk á áhrifaríkan hátt, á sama tíma og það verndar yfirborð gegn nýjum óhreinindum. Njóttu skínandi hreinna flata án þess að þurfa að hafa áhyggjur af skaðlegum efnum. Naturren er úr 100% náttúrulegum efnum og hreinsar vel með umhverfisvænni samvisku.


Naturren sápa hentar m.a. fyrir: eldavélar, glaskeramikhellur, pönnur, postulín, eldhús- og baðvaska, emaleruð baðkör, salerni, sturtuklefa, gólf- og veggflísar, gúmmífúgur, línóleum, plastgólf, gler, slétt plast, skartgripi, kopar, messing, gull, silfur, tin, ál, ryðfrítt stál, króm, nikkel, sink, brons, títan, keramik, gluggatjöld, báta, hjólhýsi, bíla, felgur, rúður og garðhúsgögn, terrazzo o.fl.

Viltu losna við kísilinn af sturtuglerinu?

Micare Kit 12 er sérhannað til að ná útfellingum af sléttum yfirborðsflötum eins og sturtugleri eða flísum. Kísillinn hefur aldrei verið jafn meðfærilegur og einfalt að ná honum af.

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.


"Gerðu hreint heima hjá þér með stæl"

Lesa meira

Afgreiðslutími um páska
Aspegren borðtuskur og viskustykki

Skrifa athugasemd

This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.