Corian® á baðherbergið

Corian® á baðherbergið

Corian® á baðherbergið

Vaskaborð með samfelldum vöskum.

Stílhreint og snyrtilegt

Með samskeytalausum Corian® borðplötum á baðherberginu næst fram glæsilegt útlit og frábært notagildi. Corian® er auðvelt í þrifum enda er hægt að láta Corian® borðplötu fljóta saman með Corian® vöskum án sýnilegra samskeyta. Allt í einu stykki. Þetta auðveldar öll þrif og gerir lífið bara einfaldara.

Hægt er að fá Corian® í fjölda lita og litatóna og vaskana er hægt að fá í mismunandi formum. Þú velur þinn lit og þitt form og við smíðum þetta eftir þínum óskum.

Corian litir

Corian® baðvaskar - hvítir

Corian® baðvaska er hægt að fá í öllum formum en eingöngu í hvítum lit. Þó svo vaskarinr séu hvítir er alltaf hægt að setja þá undir Corian® plötur í öðrum litum. Þá myndast sjáanlegur litamunur á samskeytum þar sem vaskurinn límist undir plötuna en engin finnanleg samskeyti. Corian® vaskana eigum við flesta til á lager.

Pfeiffer baðvaskar - allir litir

Pfeiffer baðvaska er hægt að fá í öllum formum og í flestum litum Corian®. Þetta eru hitamótaðir vaskar sem eru sérpöntun í fyrir hvert verk. Þessir vaskar eru töluvert dýrari en Corian® vaskarnir en hér færðu vaskana samfelda við plötuna bæiði í lit og við snetingu, þ.e. finnur ekki fyrir samskeytum.

Vörumerkin okkar