Stílhreint og snyrtilegt
Það er alltaf gaman þegar hönnun og notagildi fara saman. Það má eiginlega seigja að slíkt sé svo til undantekningarlaust þegar Corian® er notað á almenningssalerni. Samskeytalausir vaskar auðvelda öll þrif og koma í veg fyrir að skítur safnist fyrir á erfiðum stöðum.
Heinlæti - Viðhald og þrif
Þar sem Corian® er samskeytalaust og vaskarnir límdir í án samskeyta er Corian® tilvalið efni í vaskaborð á salerni. Því færri staðir sem óhreinindi geta safnast fyrir á, því betra. Vaskarnir eru auðveldir í þrifum með almennum efnum til heimilisþrifa og haldast fallegir um árabil með réttu viðhaldi. Ef með tímanum blettir, skán eða önnur óáran fer að láta sjá sig er hægt að slípa Corian® upp og gera það eins og nýtt.
Litamöguleikar
Algengast er að hvítt sé notað á almenningssalernum, sennilega bara tákn hreinleikans. Þó er víða verið að leika sér með liti og þá sérstaklega þar sem um minni salerni er að ræða og verið er að ná fram sérstöku andrúmslofti og stíl.
Þótt algengast sé að vaskarnir séu hafðir í sama lit og borðplatan er það alls ekki algilt. Oft kýs fólk að hafa hvítan vask í litaðri plötu. Vaskurinn verður engu að síður samskeytalaus í plötunni. Einungis hrein litalína myndast þar sem vaskurinn er límdur undir borðplötuna, greinanlegur í sjón en ekki við snertingu.
Vaskar
Algengast að notaðir séu hvítir Corian vaskar. Þeir verða eins og ein heild með borðinu ef borðplatan er hvít. Þeir eru líka mjög fallegir límdir undir borðplötur í öðrum litum.
Hægt er að fá vaskana í fjölbreyttum útfærslum og yfirleitt eru til fleiri en ein stærð í hverri týpu.
Skoða vaskalínu Corian (allt hvítir vaskar)
Skoða vaskalínu Pfeiffer (Vaskar framleiddir í öðrum litum úr Corian)
Þar sem Corian® er samskeytalaust og vaskarnir límdir í án samskeyta er Corian® tilvalið efni í vaskaborð á salerni. Því færri staðir sem óhreinindi geta safnast fyrir á, því betra. Vaskarnir eru auðveldir í þrifum með almennum efnum til heimilisþrifa og haldast fallegir um árabil með réttu viðhaldi. Ef með tímanum blettir, skán eða önnur óáran fer að láta sjá sig er hægt að slípa Corian® upp og gera það eins og nýtt.
Algengast er að hvítt sé notað á almenningssalernum, sennilega bara tákn hreinleikans. Þó er víða verið að leika sér með liti og þá sérstaklega þar sem um minni salerni er að ræða og verið er að ná fram sérstöku andrúmslofti og stíl.
Þótt algengast sé að vaskarnir séu hafðir í sama lit og borðplatan er það alls ekki algilt. Oft kýs fólk að hafa hvítan vask í litaðri plötu. Vaskurinn verður engu að síður samskeytalaus í plötunni. Einungis hrein litalína myndast þar sem vaskurinn er límdur undir borðplötuna, greinanlegur í sjón en ekki við snertingu.
Algengast að notaðir séu hvítir Corian vaskar. Þeir verða eins og ein heild með borðinu ef borðplatan er hvít. Þeir eru líka mjög fallegir límdir undir borðplötur í öðrum litum.
Hægt er að fá vaskana í fjölbreyttum útfærslum og yfirleitt eru til fleiri en ein stærð í hverri týpu.
Skoða vaskalínu Corian (allt hvítir vaskar)
Skoða vaskalínu Pfeiffer (Vaskar framleiddir í öðrum litum úr Corian)