Algengar spurningar og svör
Hér geturðu fengið svör við algengum spurningum
Hvar er Axarhöfði 18?
Við erum í lágu húsunum sem snúa út í Ártúnsbrekkuna fyrir neðan Húsgagnahöllina. Orgus er í efstu röðinni þar og er mjög vel merkt.
Við sjáumst líka vel úr Ártúnsbrekkunni.
Til að keyra til okkar er best að fara inn á bílastæðið hjá Húsgagnahöllinni, keyra alveg inn í enda og fylgja götunni sem liggur niðureftir meðfram Ártúnsbrekkunni.
Eruð þið með sýningarsal
Orgus hefur nú stækkað sýningarsal sinn og opnað fallega verslun þar sem boðið er upp á skemmtilegar og fallegar lausnir fyrir eldhús og baðherbergi.
Verslunin er opin alla virka daga á milli kl. 9 og 17
Verið velkomin
Hvernig á ég að bera mig að til að fá tilboð?
Við mælum með því að fólk komi fyrst að skoða það sem í boði er hafi það tækifæri til.
Corian tilboð:
Sendu okkur málsettar teikningar af því sem þú vilt láta smíða borðplötur á. Við þurfum jafnframt að vita hvaða lit þú vilt á borðplöturnar og hvers konar vask (ef vaskur á að vera í plötunni).
Tilboðsóskir skal senda á orgus@orgus.is
Picky Living tilboð:
Ef þú ert að setja upp nýja IKEA innréttingu þá endilega sendu okkur IKEA teikningarnar þínar, helst bæði upplýsingar um útlit og innvols.
Eins þurfum við að vita hvort þú viljir fá slétta fronta eða fullningar. Hvort þú viljir sprautulakkað (og þá hvaða lit) eða hvort þú viljir viðaráferð. Viltu hafa höldur eða grip og svo framvegis. Við mælum með því að skoða síðu Picky Living til að fá betri hugmyndir um hvað í boði er.
Tilboðsóskir skal senda á orgus@orgus.is
(ekki fyrir tilboðsóskir)