Micare hreinsvörur

micare er danskt fyrirtæki sem hefur unnið með umhirðu- og hreinsiefni síðan 2003. Hugmyndin að stofnun micare spratt upp úr áhuga þeirra á að safna saman bestu umhirðu- og þrifavörunum á einn stað. Þeirra markmið er að veita neytendum öryggi þar sem þeir geta fundið bæði fræðslu og innblástur – sérstaklega í ljósi þess að til eru ótal mismunandi vörur á markaðnum sem neytendur eiga oft erfitt með að átta
sig á.
Að baki micare standa Connie og Klaus Mikkelsen sem eru búsett í hinni fallegu Silkeborg. Þau brenna fyrir náttúrunni og náttúrulegum vörum – og elska að gefa slitnum og dapurlegum hlutum nýtt líf.