Return Policy

Upplýsingar um seljanda í vefverslun:

Gæskur ehf. kt: 480900-2940  vsk. nr. 69691, Axarhöfða 18 ,110 Reykjavík. Gæskur ehf. flytur inn blöndunartæki, vaska og ýmsa aðra heimilisvöru
Gæskur áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, til dæmis vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

 Verð:

Sendingakostnaður reiknast útfrá rúmmálsþyngd vöru en heimsending er viðskiptavinum að kostnaðarlausu við kaup hærri en 20.000 kr. Frí heimsending miðast við vöru senda á pósthús.

Við áskiljum okkur fullan rétt vegna fyrirvaralausra verðbreytinga svo og vegna prentvillna á netsíðu okkar www.orgus.is . Verð er með 24% virðisaukaskatti. 

Greiðslur á netinu:

Hægt er að greiða með Visa-og Mastercard. Greiðslan er hröð og örugg í gegnum greiðslugátt Landsbankans og Verifone. 

Afhending:

Hægt er að fá vöruna senda heim í hús með pósti. Óski viðskiptavinur eftir heimsendingu heim í hús greiðir viðskiptavinur sjálfur sendingarkostnað.  Annars er heimsending viðskiptavinum að kostnaðarlausu við kaup hærri en 20.000 kr. Frí heimsending miðast við vöru senda á pósthús.

Allar pantanir eru afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag eftir pöntun. Tími frá pöntun til afhendingar er venjulega innan viku, fyrir vöru sem til er á lager.

Kaupandi á rétt á að hætta við pöntun ef tafir verða á afgreiðslu til okkar. Kaupandi ber ábyrgð á að ganga úr skugga um að gefa upp rétt heimilisfang við pöntun.

Upplýsingar viðskiptavina:

Við pöntun fyllir kaupandi út grunnupplýsingar eins og nafn, netfang og heimilisfang. Með þessu hefur kaupandinn samþykkt að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagagnagrunn okkar. Gæskur/Orgus ábyrgist að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verði ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Útsölur og vöruskil:
Skilaréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu eða rýmingarsölu. Slíkri vöru fæst hvorki skilað né skipt.

Vöruskil:
Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá pöntun. Kaupandi getur afturkallað pöntun sér að kostnaðarlausu ef tafir verða á afgreiðslu en ekki ef um sérpöntun er að ræða. Ef varan uppfyllir ekki væntingar kaupanda varðandi gæði getur kaupandi skilað vörunni innan 14 daga, varan þarf að vera ónotuð, með öllum merkjum og í upphaflegri pakkningu. Við endurgreiðum vöruna innan 10 daga frá því að við fáum hana í hendur. Ef varan er innsigluð þarf innsiglið að vera órofið fyrir endurgreiðslu, annars er gefin út inneignarnóta. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið orgus@orgus.is áður en vöru er skilað.

Inneign:
Við vöruskil á viðskiptavinur rétt á að fá afhenta inneignarnótu ef ný vara er ekki tekin upp í þá vöru sem skilað er. Vara sem keypt hefur verið og ekki er gölluð er ekki endurgreidd í peningum nema að pakkningar séu alveg heilar og innsigli vörunnar órofið.

Kvartanir:
Sé varan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Sé gallaðri vöru skilað fæst sendingarkostnaður endurgreiddur. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með viðskiptin og því hvetjum við viðskiptavini okkar til að hafa samband telji þeir að vara eða þjónusta hafi verið ófullnægjandi.