Corian® á eldhúsið

Corian® á eldhúsið

Corian® á eldhúsið

Slitsterkar, blettaþolnar og samskeytalausar

Corian® eldhúsborðplötur

Eingöngu sérsmíði

Corian® er alltaf sniðið að þörfum viðskiptavinarins. Hægt er að velja um þykkt borðplötunnar. Stöðluð þykkt er 24 mm en hægt er að hafa plötuna mun þykkri sé þess óskað. Valið í litaflóru og áferðum er mjög mikið en Corian® fæst í yfir 100 litum. Almennt afhendast borðplötur með semigloss áferð en hægt er að fá borðplötur með háglans áferð sé þess óskað.

Ótakmarkaðar stærðir

Þar sem Corian® er samskeytalaust, þ.e. að samskeytin eru slípuð saman, eru takmarkanir í lengd og breidd næstum ótakmarkaðar. Það þarf þó að hafa í huga hvernig litur er valinn þar sem ekki er hægt að tryggja að samskeytin séu ósýnileg í öllum litum.

Algengustu óskir í eldhúsborðplötum

  • Niðurfelld eða ofanáliggjandi helluborð
  • Samfelldir vaskar eða undirlímdir vaskar
  • Matarborð / barborð við eyjur eða skenk
  • Gaflendar niður í gólf (án samskeyta)
  • Þykkari framkantar
  • Klæðning upp á vegg
  • Fræstar vatnsraufar við vask
  • Niðurfræstir stálteinar til að leggja heitt á

Litir og mynstur

Skoða liti

Corian® eldhúsvaskar

Hægt er að hafa samfelldan vask frá Corian® en þá er eingöngu hægt að fá í hvítu (Glacier Wihte). Smellið á hnappinn og skoðið úrvalið á heimasíðu Corian®

Eldhúsvaskar frá Pfeiffer

Mixa vaskarnir frá Pfeiffer eru samfelldir og samlitir borðplötunni. Til með venjulegum stálbotni, hvítum- og svörtum emaleruðum stálbotnum

Tapwell stálvaskar

Stálvaskarnir frá Tapwell er hægt að hafa undirlímda, ofanáliggjandi og fellda niður í plötuna. Þá er hægt að fá í fimm mismunandi litum

Vörumerkin okkar