Tapwell® er sænskur framleiðandi á blöndunartækjum og vöskum bæði fyrir eldhús og baðherbergi. Þar að auki framleiða þeir breitt úrval af aukahlutum fyrir baðherbergið sem fullkomnar heildarútlit rýmisins. Hönnuðir Tapwell® vinna útfrá skandinavískri fagurfræði og nútímatækni og fylgjast vel með nýjustu straumum og stefnum innanhússhönnunar. Þeir eru stöðugt að kynna nýja hönnun og þróa úrvalið sitt en fylgjast jafnframt með að þeirra vörur standist alla byggingarstaðla og henti nútíma uppsetningaraðferðum. Tapwell® hefur verið í samstarfi við sömu ítölsku framleiðendurna frá upphafi eða í 20 ár þar sem þeir vita að þeir fylgja ströngustu gæðastöðlunum og stytta sér hvergi leið. Einkunnarorð Tapwell® eru: "Við munum alltaf setja gæði í fyrsta sæti. Tilfinningarinnar vegna."
Kynntu þér fyrirtækið á heimasíðu Tapwell
Smellið á mynd til að skoða í vefverslun