The Smart Tiles
Smart Tiles flísar er einar vönduðustu límflísarnar á markaðnum. Límið heldur endalaust* en þrátt fyrir það er auðvelt að ná þeim þegar kemur að breytingum. Smart Tiles límflísar fást í fjölda tegunda og lita. Úrvalið er skemmtilegt og gefur okkur kost á að gera breytingar á auðveldan, hagstæðan og hreinlegan hátt. Engin þörf á að kalla til iðnaðarmenn, þú getur hreinlega gert þetta sjálf/ur. Smart Tiles flísar eru tiltölulega einfalt DIY verkefni.
* Fylgja þarf leiðbeiningum fyrir uppsetningu í öllum liðum.
Algengar spurningar
Um Smart Tiles
Hvað viltu vita um Smart Tiles??
Hvernig á ég að þrífa og viðhalda Smart Tiles veggflísunum mínum?
Best er að nota bara svamp til að viðhalda glansi flísanna. Notaðu mildar heimlishreingerningarvörur sem ekki eru grófkorna, eins og t.d. uppþvottalög eða gluggagljáa.
Er ábyrgð á Smart Tiles flísunum?
Er Smart Tiles með einhvers konar eldvarnar vottanir?
Smart Tiles flísar eru NFPA vottaðar (ASTM E84) og IBC Class B.
Hver er munurinn á Metro og Subway týpunum?
Ein flís í Subway línunni er 27,8 cm X 24,7 cm í heild og byggist á 18 bitum sem hver er 7.62 cm X 3.81 cm. Ein Metro flís er 29.37 cm X 21.29 cm og er samsett úr 8 bitum sem hver er 10.16 cm X 5.08 cm.
Hvað er VOC vottun? (Volatile Organic Compounds)
Smart Tiles hafa verið prófaðar með tilliti til rokgjarnra efnasambanda (VOCs) skv. ISO 16000 sem flokka losun í flokka frá A+ til C (A+ táknar mjög litla losun og C mjög mikla losun). Smart Tiles hafa fengið A+ vottun sem þýðir mjög litla losun rokgjarnra efnasambanda.
Endast Smart Tiles lengi?
Smart Tiles viðhalda alveg útliti sínu þar sem þær gulna ekki eða springa.
Vinsamlegast skoðið ábyrgðarskilmála Smart Tiles.
Eru Smart Tiles hitaþolnar
Þegar Smart Tiles hafa tekið sig eftir uppsetningu (vanalega ca 48 tímum síðar) þola þær hita frá helluborði/eldavél. Engu að síður er mælt með að koma í veg fyrir bein áhrif frá opnum eldi/logum og því er mælt með að setja upp sérstakan Smart Panel á bak við gashelluborð.
Eru Smart Tiles vatnsheldar eða rakaþolnar?
Þegar Smart Tiles hafa tekið sig eftir uppsetningu (vanalega ca 48 tímum síðar) þola þær raka í baðherbergjum og vatnsskvettur. Engu að síður, er alls ekki mælt með að setja Smart Tiles inn í sturtuklefa.
Getur maður séð muninn á Smart Tiles og á keramik eða postulínsflísum?
Þær eru ótrúlega líka öðrum flísum. Þegar búið er að setja þær upp eru mjög fáir sem taka eftir muninum á Smart Tiles og öðrum efnum.
Hversu lengi endist límið?
Smart Tiles framleiðendur ábyrgjast að Smart Tiles límflísarnar haldist límdar á veggnum eins lengi og þú vilt hafa þær.
Vinsamlegast lestu ábyrgðarskilmála Smart Tiles fyrir nánari skilyrði og skilmála.
Hversu magar físar þarf ég fyrir verkefnið mitt?
Mældu lengd og hæð svæðisins sem á að þekja með límflísum og settu þessar upplýsingar inn í reiknivélina á vörusíðunni okkar, Þeirri sem tilheyrir vörunni sem þú ætlar að kaupa. (kemur inn innan skamms).
Hvað eru Smart Tiles
Smart Tiles eru framleiddar í Norður Ameríku og hannaðar sem límflísar sem fólk getur sett upp sjálft.
Smart tiles flísarnar eru gerðar úr límundirlagi með gel-efni ofan á sem kallað er Gel-O™ (gelið gefur flísunu eins konar þrívíð sjónrænt útlit). Flísarnar eru léttar og auðvelt er að meðhöndla þær, skera til og viðhalda. Þær munu haldast á veggnum þínum eins lengi og þú leyfir þeim að standa þar. Hægt er að setja flísarnar upp á mjög skömmum tíma á hreint og slétt yfirborð, án þess að nota sérhæfð tól eða að skítur og drulla verði eftir. Varan er sérstaklega hönnuð fyrir eldhús og baðherbergi (sem "backsplash")