Hvað er Corian®
Corian® er ein af afurðum ameríska framleiðandans DuPont®. DuPont® setti Corian® á markað í Bandaríkjunum árið 1968.
Corian er gegnheilt steinefni bundið saman með akríl. Akríl bindingin gerir það að verkum að efnið er einstaklega mjúkt viðkomu og alveg yfirborðsheilt. Þegar búið er að vinna efnið er það samkeytalaust sama hvernig lögun plötunnar er. Efnið er hægt að hitamóta og laga það eftir þörfum hvers og eins. Corian er hægt að fá í hátt í 100 litum, allt frá einlitum heilum litum upp í marmaraáferð.
Verð
Verð á Corian borðplötum er gefið upp í lengdarmetrum á beinum borðplötum sem geta verið allt að 70 cm djúpar (ef þú þarft dýpri/breiðari borðplötu reiknum við það upp fyrir þig). Kantþykkt miðað við þetta verð er 24 mm. Við þetta bætist svo hornasamsetningar, úrtök og önnur smíði. Máltaka og uppsetning er ekki innifalin í verði.
Verðið er frá 80.000 - 106.000 kr.
Corian® fyrir þig
Corian® fyrir baðherbergið
Corian® hentar einstaklega vel fyrir baðherberið. Stílhreint og auðvelt í þrifum.
Corian® fyrir eldhúsið
Samskeytalausar Corian® eldhúsborðplötur er frábært lausn fyrir stór sem smá eldhús
Litir Corian®
Corian bíður upp á hátt í 100 mismunandi liti og litatóna. Við erum með fjöbreytt úrval á lager en aðra er hægt að panta.
Vörumerkin okkar




