Frontar á IKEA innréttingar
Hvort sem þú ert að fá þér nýtt eldhús eða fataskápa eða vilt skipta út gömlu IKEA framhliðunum hjá þér, aðstoðum við þig varðandi bestu lausnina. Með sérhönnuðu Picky Living frontunum og góðum eldhúshönnuðum er hægt að fá lausn sem getur verið besta byrjunin á framkvæmdunum þínum.
Notaðu hugmyndaflugið
Sænski framleiðandinn Picky Living hefur um árabil sérhæft sig í framleiðslu framhliða og hliða á IKEA eldhúsinnréttingar og fataskápa. Þeir bjóða upp á sérsniðnar lausnir fyrir þitt IKEA eldhús sem IKEA býður ekki upp á. Fjöldi fallegra lita, áferða og útfærslna.
Hægt er að skoða heimasíðu Picky Living til að sjá fleiri hugmyndir og möguleikana í þeirri þjónustu sem þau bjóða. Verðið í sænskum krónum er óhætt að setja yfir í íslenskar og áætla það sem útsöluverð hér. Þetta verð er án flutnings (hvort sem um ræðir Svíþjóð eða Ísland) og því má ráðgera að við þetta bætist u.þ.b. 130.000 kr. fyrir meðaleldhús (þetta er þó eingöngu áætlun).
Máltaka
Eldri innrétting eða skápar
Ef þú ert með innréttingu eða fataskápa sem þig langar til að skipta um framhliðar á, skaltu prenta út máltökublaðið okkar sem þú finnur með því að smella á hnappinn hér að neðan.
![](http://orgus.is/cdn/shop/files/Uppratat-kok-1-mellanupp.-2.jpg?v=1680970493&width=2236)
Eldhúsfrontar
Picky Living býður upp á fronta á bæði METOD og FAKTUM eldhúslínurnar frá IKEA. Þú getur sem sagt annað hvort fengið þér fronta á nýja eldhúsið eða skipt um fronta á því gamla.
![](http://orgus.is/cdn/shop/files/6M4A5278.jpg?v=1680970211&width=2000)
Fataskápar
Picky Living býður upp á fronta á PAX fataskápalínuna frá IKEA. Með Picky Living aukast möguleikarnir til muna.
Eldhúsfrontar
Picky Living býður upp á fronta á bæði METOD og FAKTUM eldhúslínurnar frá IKEA. Þú getur sem sagt annað hvort fengið þér fronta á nýja eldhúsið eða skipt um fronta á því gamla.
Fataskápar
Picky Living býður upp á fronta á PAX fataskápalínuna frá IKEA. Með Picky Living aukast möguleikarnir til muna.
![](http://orgus.is/cdn/shop/files/Uppratat-kok-1-mellanupp.-2.jpg?v=1680970493&width=2236)
![](http://orgus.is/cdn/shop/files/6M4A5278.jpg?v=1680970211&width=2000)
Algengar spurningar
Smelltu á spurningarnar hér fyrir neðan til að fá svör við helstu spurningum sem koma upp þegar fólk er að kynna sér Picky Living fronta.
Hvernig er ferlið við pöntun?
Þú getur undirbúið þig áður en þú kemur til okkar með því að skoða heimasíðu Picky Living í Svíþjóð. Ef leitast á eftir tilboði er nauðsynlegt að vera komin/n með teikningu eða vörusamantekt frá IKEA.
Ef þú ert með gamalt eldhús þarftu að vera með góða mynd sem sýna allar einingar, skrá þær og helstu stærðir.
Best er að koma til okkar í heimsókn að Axarhöfða 18. Í sýningarsalnum okkar erum við með uppsettar eldhúseiningar og fataskápa sem sýna dæmi um það sem í boði er. Einnig erum við með sýnishorn af litum og fræstum gripum.
Fyrirvarar með tilboðum
- Tilboðið gildir í tvær vikur frá tilboðsdegi.
- Miðað er við gengi Landsbankans á tilboðsdegi.
- Verði tilboðið samþykkt greiðist 80% af tilboðsverði við staðfestingu.
- Alla jafna er biðtími frá því að staðfesting liggur fyrir og þar til varan kemur til landsins um
12 – 14 vikur. Yfir sumartímann, jól og páska lengist þessi tími yfirleitt í 16 – 20 vikur.
Þessi tímarammi er eingöngu áætlun.
Orgus lætur viðskiptavini sína vita þegar pöntunin er tilbúin til flutnings frá framleiðanda og þegar
pöntunin er komin til landsins. - Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að pöntunarupplýsingarnar sem Picky Living gefur upp (t.d. magn,
mál, litir, tegund og staðsetning á gripum og annað) séu réttar. Því er mjög mikilvægt að farið sé vel
yfir öll atriði á „Sundurliðun á einingum“ skjalinu og staðfesting sé gerð eftir að gengið hefur verið
úr skugga um að allt sé rétt. Ef misræmi er milli mögulegrar teikningar og sundurliðunarskjalsins er
það sundurliðunarskjalið sem gildir. - Viðskiptavinur ber ábyrgð á vali sínu í pöntuninni, jafnvel þótt viðskiptavinur hafi leitað til
Orgus/Picky Living. - Ef viðskiptavinur kemst að því að upplýsingarnar sem veittar eru séu rangar eða vill á annan hátt
breyta pöntun sinni, skal viðskiptavinur þegar í stað tilkynna Orgus um það. Picky Living reynir
alltaf að koma til móts við breytingar viðskiptavinarins en getur ekki ábyrgst það. - Picky Living ábyrgist að allar staðlaðar einingar séu með rétt mál og gatamynstur miðað við
einingar og/eða séróskir sem viðskiptavinur tilgreinir. - Efri skápaeiningar fyrir PAX fataskápa sem
Picky Living bíður uppá koma ósamsettir og fást eingöngu hvítir. Einingarnar eru nokkrum
millimetrum stærri og 3mm þykkari en IKEA einingarnar. Þetta er gert til þess að auka gæði og
bæta ásýnd. Hurðarnar passa eingöngu á einingar framleiddar af IKEA frá árinu 2000. Séu hurðar
pantaðar í sérstökum málum ber viðskiptavinur ábyrgð á að þessar einingar séu með rétt ytri mál
en Picky Living ber ábyrgð á að gatamynstur fyrir lamir og framhliðar séu réttar. - Picky Living áskilur sér rétt til að breyta öllum upplýsingum og gera breytingar á vörum og verði án
fyrirvara, þó ekki á vörum sem þegar hefur verið greitt fyrir. Staðreyndir og verðupplýsingar eru
gefnar með fyrirvara um prentvillur, verðhækkanir birgja, hugsanlega rangt tilgreindar
tækniupplýsingar o.fl. Þetta gildir þar til sala hefur átt sér stað. - Lamir, brautir, skrokkar og aðrar innréttingar er ekki innifalið í pöntunum frá Picky Living.
- Nánari upplýsingar má finna á https://pickyliving.se/faq
Hver er afgreiðslutíminn?
Þar sem þetta er allt framleitt eftir pöntun má gera ráð fyrir að afgreiðslutíminn geti verið ca 12-14 vikur til Íslands. Athugið að þetta er eingöngu áætlun.
Eru þetta allt staðlaðar einingar?
Nei, Picky Living býður upp á framleiðslu eininga sem ekki eru í stöðluðum stærðum. Eins bjóða þau upp á að finna lausn með viðskiptavinum á svæðum eða einingum sem þarfnast sérsmíði. Hliðar og skápahurðir geta verið allt að 3 metra háar.
Þessi sérsmíði er þó eingöngu í boði þegar hún er í kringum staðlaðar IKEA einingar þ.e. þeir framleiða ekki á innréttingar frá öðrum framleiðendum.
Á hvaða IKEA línur passa þessar einingar?
Picky Living framleiðir fronta og hliðar á bæði eldhúsinnréttingunum Metod (nýrri línan) og Faktum (eldri línan). Eins eru þau með hurðir og hliðar á Pax fataskápana.
Ef þú ert með eldri innréttingu eða skápa sem þú vilt endurnýja framhliðarnar á þá skaltu prenta út máltökublaðið okkar og fylla það út til að senda okkur. Taktu góða mynd af skápunum/innréttingunni eins og hún var og láttu fylgja með.
Er hægt að fá hvaða lit sem er hjá Picky Living?
Svo fremi að liturinn sé til í NCS litakortinu geturðu fengið hann hjá Picky Living. Athugið að sérpöntunargjald er fyrir sérpantaðan NCS lit en eingöngu er eitt gjald fyrir alla pöntunina, sama hversu stór hún er.
Sérpöntunarlitir eru aðrir litir en þeir 11 standard litir sem Picky Living býður upp á.
Eru þessar lausnir á svipuðu verði og hjá IKEA?
Nei, þessar lausnir eru dýrari en frontar hjá IKEA en með Picky Living frontum ertu að fá eldhús sem er meira hannað eftir þínu höfði, öðruvísi heldur en öll hin IKEA eldhúsin og býður jafnvel upp á sérsmíði þar sem það þarf.
Til að fá grófa verðhugmynd er hægt að fara inn á vefsíðu Picky Living og tína til þær einingar sem þig langar í. Þegar þú ert komin með það í körfuna er hægt að reikna upphæðina yfir í íslenskar krónur. Okkar verð er svipað og sænska verðið. Athugið að þetta verð er ekki með flutningi inniföldum (hvorki í Svíþjóð né á Íslandi) og því má gera ráð fyrir að flutningur á meðaleldhúsi eða fataskápaeiningu sé ca. 110.000 - 130.000 kr. (áætlun).
Gott er að hafa í huga að Picky Living er með lágmarks pöntunarupphæð sem er 15.000 SEK.
Þetta geturðu valið um
Tegundir skápa og skúffuframhliða
Sléttar framhliðar
Sléttar framhliðar fást bæði með spónlögðum við og sprautulökkuðu MDF. Eins fást sérstakar áferðir eins og gylltar málmhliðar, svart melamine og steypuáferð í sléttu útgáfunni. Hægt er að velja að vera með innfræst grip eða höldur þegar um sléttar framhliðar er að ræða.
Fullningar
Fullningarnar er hægt að fá í fjórum mismunandi útgáfum.
28 mm, 55 mm og 70 mm rammarnir eru allir með sléttum kanti. 62 mm breiði ramminn er með mynsturfræstum köntum.
Þegar um er að ræða fullningahurðir er eingöngu hægt að vera með höldu eða þrýstiopnun. Ekki er hægt að vera með fræst grip.
Shaker stíll
Þegar talað er um Shaker stíl er verið að tala um lista sem settir eru allt í kringum hurðar og skúffur að framanverðu, s.s. listar sem settir eru framan á innréttinguna og býr til 2,2 cm bil á milli eininganna. Shaker stílinn er hægt að fá bæði með fullningahurðum og með sléttum hurðum.
Efni og litir
Viðartegundir
Nokkrar viðartegundir eru í boði:
Ljós askur, náttúrulega eik, grábæsuð eik, brúnbæsuð eik (mokka), svartbæsaður askur, litaður askur (litur að eigin vali þar sem æðar viðarins koma í gegn)
Sprautulakkað
Picky Living býður upp á 11 standard liti hjá sér en auk þess geturðu valið hvaða lit sem er úr NCS litakortinu. Sérvaldir litir bera með sér aukagjald pr. pöntun
Annað
Auk viðar og sprautulökkunar er hægt að fá svart melamine, gyllta stálfronta og steypuáferð.
Grip eða höldur
Innfræst grip
Hægt er að velja um fjölda gripa sem fræst eru inn í framhliðarnar. Grip þessi geta legið lárétt eða lóðrétt. Hægt er að velja á milli mismunandi forma og lengda. Eins er í einhverjum tilfellum hægt að velja að vera með fyllingu í botni gripsins úr öðru efni s.s. við, málmi eða leðri.
Höldur og hnappar
Hægt er að velja á milli mikils úrvals fallegra halda og hnappa á skápa og skúffur, fyrir þá sem ekki vilja innfræst grip. Höldurnar fást í fjölda stærða og mismunandi litum.
Sléttar framhliðar
Sléttar framhliðar fást bæði með spónlögðum við og sprautulökkuðu MDF. Eins fást sérstakar áferðir eins og gylltar málmhliðar, svart melamine og steypuáferð í sléttu útgáfunni. Hægt er að velja að vera með innfræst grip eða höldur þegar um sléttar framhliðar er að ræða.
Fullningar
Fullningarnar er hægt að fá í fjórum mismunandi útgáfum.
28 mm, 55 mm og 70 mm rammarnir eru allir með sléttum kanti. 62 mm breiði ramminn er með mynsturfræstum köntum.
Þegar um er að ræða fullningahurðir er eingöngu hægt að vera með höldu eða þrýstiopnun. Ekki er hægt að vera með fræst grip.
Shaker stíll
Þegar talað er um Shaker stíl er verið að tala um lista sem settir eru allt í kringum hurðar og skúffur að framanverðu, s.s. listar sem settir eru framan á innréttinguna og býr til 2,2 cm bil á milli eininganna. Shaker stílinn er hægt að fá bæði með fullningahurðum og með sléttum hurðum.
Viðartegundir
Nokkrar viðartegundir eru í boði:
Ljós askur, náttúrulega eik, grábæsuð eik, brúnbæsuð eik (mokka), svartbæsaður askur, litaður askur (litur að eigin vali þar sem æðar viðarins koma í gegn)
Sprautulakkað
Picky Living býður upp á 11 standard liti hjá sér en auk þess geturðu valið hvaða lit sem er úr NCS litakortinu. Sérvaldir litir bera með sér aukagjald pr. pöntun
Annað
Auk viðar og sprautulökkunar er hægt að fá svart melamine, gyllta stálfronta og steypuáferð.
Innfræst grip
Hægt er að velja um fjölda gripa sem fræst eru inn í framhliðarnar. Grip þessi geta legið lárétt eða lóðrétt. Hægt er að velja á milli mismunandi forma og lengda. Eins er í einhverjum tilfellum hægt að velja að vera með fyllingu í botni gripsins úr öðru efni s.s. við, málmi eða leðri.
Höldur og hnappar
Hægt er að velja á milli mikils úrvals fallegra halda og hnappa á skápa og skúffur, fyrir þá sem ekki vilja innfræst grip. Höldurnar fást í fjölda stærða og mismunandi litum.
Vörumerkin okkar
![](http://orgus.is/cdn/shop/files/logo_kombinerad_90.png?v=1680815073&width=522)
![](http://orgus.is/cdn/shop/files/Tapwell_917x246_2554ec32-a973-4597-bf17-1c2cac58957d.png?v=1680815052&width=186)
![](http://orgus.is/cdn/shop/files/Corian_Fabricator_2810x2036_a9220ce0-7772-40a1-874e-61838e7197e9.jpg?v=1680815024&width=2810)
![](http://orgus.is/cdn/shop/files/Haven_Logotype_180x_b05056d9-91a2-473b-adf2-53b64e645290.jpg?v=1680815876&width=180)
![](http://orgus.is/cdn/shop/files/Logotyp_svart_liggande_-_web_263962.jpg?v=1680816083&width=800)