Grænir sprautulakkaðir Picky Living frontar með ífræstum gripum

Frontar á IKEA innréttingar frá

Picky Living

Sléttir og fallegir frontar frá

Picky Living

Frontar á fataskápa frá

Picky Living

Frontar á IKEA innréttingar

Hvort sem þú ert að fá þér nýtt eldhús eða fataskápa eða vilt skipta út gömlu IKEA framhliðunum hjá þér, aðstoðum við þig varðandi bestu lausnina. Með sérhönnuðu Picky Living frontunum og góðum eldhúshönnuðum er hægt að fá lausn sem getur verið besta byrjunin á framkvæmdunum þínum.

Notaðu hugmyndaflugið

Sænski framleiðandinn Picky Living hefur um árabil sérhæft sig í framleiðslu framhliða og hliða á IKEA eldhúsinnréttingar og fataskápa. Þeir bjóða upp á sérsniðnar lausnir fyrir þitt IKEA eldhús sem IKEA býður ekki upp á. Fjöldi fallegra lita, áferða og útfærslna.

Hægt er að skoða heimasíðu Picky Living til að sjá fleiri hugmyndir og möguleikana í þeirri þjónustu sem þau bjóða. Verðið í sænskum krónum er óhætt að setja yfir í íslenskar og áætla það sem útsöluverð hér. Þetta verð er án flutnings (hvort sem um ræðir Svíþjóð eða Ísland) og því má ráðgera að við þetta bætist u.þ.b. 110.000 kr. fyrir meðaleldhús (þetta er þó eingöngu áætlun).

Máltaka

Eldri innrétting eða skápar

Ef þú ert með innréttingu eða fataskápa sem þig langar til að skipta um framhliðar á, skaltu prenta út máltökublaðið okkar sem þú finnur með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Máltökublað

Eldhúsfrontar

Picky Living býður upp á fronta á bæði METOD og FAKTUM eldhúslínurnar frá IKEA. Þú getur sem sagt annað hvort fengið þér fronta á nýja eldhúsið eða skipt um fronta á því gamla.

Fataskápar

Picky Living býður upp á fronta á PAX fataskápalínuna frá IKEA. Með Picky Living aukast möguleikarnir til muna.

Eldhúsfrontar

Picky Living býður upp á fronta á bæði METOD og FAKTUM eldhúslínurnar frá IKEA. Þú getur sem sagt annað hvort fengið þér fronta á nýja eldhúsið eða skipt um fronta á því gamla.

Fataskápar

Picky Living býður upp á fronta á PAX fataskápalínuna frá IKEA. Með Picky Living aukast möguleikarnir til muna.

Algengar spurningar

Smelltu á spurningarnar hér fyrir neðan til að fá svör við helstu spurningum sem koma upp þegar fólk er að kynna sér Picky Living fronta.

Þetta geturðu valið um

Sléttar framhliðar

Sléttar framhliðar fást bæði með spónlögðum við og sprautulökkuðu MDF. Eins fást sérstakar áferðir eins og gylltar málmhliðar, svart melamine og steypuáferð í sléttu útgáfunni. Hægt er að velja að vera með innfræst grip eða höldur þegar um sléttar framhliðar er að ræða.

Fullningar

Fullningarnar er hægt að fá í fjórum mismunandi útgáfum.
28 mm, 55 mm og 70 mm rammarnir eru allir með sléttum kanti. 62 mm breiði ramminn er með mynsturfræstum köntum.
Þegar um er að ræða fullningahurðir er eingöngu hægt að vera með höldu eða þrýstiopnun. Ekki er hægt að vera með fræst grip.

Shaker stíll

Þegar talað er um Shaker stíl er verið að tala um lista sem settir eru allt í kringum hurðar og skúffur að framanverðu, s.s. listar sem settir eru framan á innréttinguna og býr til 2,2 cm bil á milli eininganna. Shaker stílinn er hægt að fá bæði með fullningahurðum og með sléttum hurðum.

Picky Living fram 55 frontar í ljósum lit

Sýningarsalurinn opinn 9-17 alla virka daga og laugardaga 11-14 yfir vetrartímann

Komdu og skoðaðu möguleikana

Í sýningarsalnum okkar á Axarhöfða 18 geturðu skoðað möguleikana sem Picky Living frontarnir gefa þér í hönnun á draumaeldhúsinu.

Vörumerkin okkar