Vandað ítalskt handverk
Frá Ítalíu með ástríðu – Azzurra
Azzurra Ceramica sameinar rúmlega 40 ára reynslu í keramíkframleiðslu með ástríðu fyrir ítalskri hönnun og vönduðu handverki. Útkoman er úrval hreinlætistækja sem sameina fagurfræði og notagildi á einstakan hátt.
Í vörulínunum má finna ofanáliggjandi vaska, salerni, baðkör og sturtubotna – allt í klassískum litum en einnig í fjölbreyttu litaspili sem gefur baðherberginu persónulegan svip.
Litaðar vörur eru yfirleitt sérpantanir, með áætluðum afhendingartíma 8–12 vikur, en þær opna möguleikann á að skapa baðherbergi sem endurspeglar þinn stíl og þína stemningu.