






micare Kit 1 (startpakki 1)
Með VSK
250 ml hreinsisápa – 100 ml áburður – einn pakki af OEKO-TEX vottuðum svömpum (3 stk.)
Heinsisápa
Fyrir allar sléttar yfirborðstegundir.
100% náttúrulegt, húð- og umhverfisvænt hreinsiefni, án ilm- og bleikiefna.
Má nota á allar tegundir af sléttu leðri, gúmmíi, viðartegundir, steypu, sink, málma, pólýrattan, plast, vínil, steinflísar, granít, marmara, terazzo, travertín og trefjaplast.
Við mælum með að meðhöndlun með micare næringu á eftir til að tryggja betri vernd.
Geymist þétt lokað, á þurrum og hlýjum stað.
ATH: Jurtalitað anilín-leður getur tekið litabreytingum – prófið alltaf fyrst á lítt áberandi sta
Næring
Nuddið svampinum létt í dósinni og berið næringuna á í þunnu, jöfnu og samfelldu lagi.
Næringin er best notuð við stofuhita (20–22°C). Nuddið inn með hringlaga hreyfingum.
Hentar öllum sléttum leðurtegundum, ómeðhöndluðum, olíubornum og sápsvegnum viði, steypu, viðarlíki (nonwood), gúmmíi, vínil, málmum, pólýrattan, plasti, sinki, olíumeðhöndluðu leðri og öllum náttúrusteini eins og silgranít, steinflísum, travertín, marmara, mósaík og terazzo.
Næringin dregur oft upp náttúrulegan lit og áferð yfirborðsins.
Hún veitir vernd gegn steinefnum, óhreinindum og blettum og hjálpar yfirborðinu að ná upprunalegu útliti sínu.
Næringin veitir vatnsvörn.
micare næring er lyktarlaus. Ef yfirborðið verður feitt, hefurðu notað of mikið.
Anilín-leður með jurtalitun getur dökknað lítillega – prófið alltaf fyrst á lítt áberandi stað.
micare næring er hreint hráefni – það sem þú sérð er það sem þú færð.
Með því er átt við að margar aðrar sambærilegar vörur eru þynntar til að auðvelda notkun.
Geymist fjarri beinu sólarljósi. Við mælum með að skipta um svamp þegar hann er orðinn óhreinn.
Með því að hugsa vel um hlutina þína og lengja líftíma þeirra, stuðlar þú að aukinni sjálfbærni.
Notkunarleiðbeiningar
Tenglar inn á síðu framleiðanda
- Meðhöndlun á steyptum borðplötum (sementsteypa)
- Meðhöndlun á skóm
- Meðhöndlun á náttúrusteini
- Meðhöndlun á viðarlíki (non-wood)

Vefverslun