




Haven Salerni Gólffest - Matt Grey (100020)
Með VSK
Gólffest salerni frá Haven.
Salernin koma í þremur litum og er einnig hægt að fá þau vegghengd.
Mjúklokun á setu.
Salernið er með svokallaðri kantalausri skolun sem þýðir að það er ekki skolbrún. Þar af leiðandi setjast ekki óhreinindi í brúnina sem auðveldar þrif til muna.
Salernin ganga með flestöllum klósettkössum sem eru á markaðnum, þeim sömu og vegghengdu klósettin eru sett með. ATHUGIÐ þó að staðsetningar á rörunum inni í klósettkassanum eru aðeins önnur en á vegghengdu salernunum. Nauðsynlegt er því að fylgja meðfylgjandi tækniblaði við uppsetningu innbyggða klósettkassans.
Klósettkassar sem Haven mæla helst með eru Geberit Sigma Series.
Gólffestu salernin eru 32,3x37x51cm.

Vefverslun