Haven H2/80 - Dark Wood fyrir steinborðplötu

Tilboðsverð363.100 kr

Með VSK


Haven H2/80 er vönduð baðinnrétting úr ekta viðarspón, þar sem náttúruleg fegurð efnisins og skandinavísk hönnun fara saman. Innréttingin er með fallegum, gegnheilum griplista og umhverfisvænni yfirborðsmeðhöndlun, sem tryggir bæði endingu og mjúka áferð.

Þar sem um raunverulegan viðarspón er að ræða er hver innrétting einstök. Æðamynstur og litbrigði geta verið breytileg, sem er hluti af karakter og gæðum vörunnar.

Skúffurnar eru einstaklega vel hannaðar með daglega notkun í huga. Tekið er úr fyrir vatnslás í miðri efri skúffu, sem gerir uppsetningu snyrtilega án þess að skerða geymslurými að óþörfu. Skúffurnar eru með mjúklokun og gataðar hliðar, sem gefa aukið rými, betra yfirlit og léttara yfirbragð.

Í neðri skúffu er innbyggðir rafmagnstenglar, fullkomin fyrir rafmagnstæki eins og hárþurrku eða rakvél. Með hverri innréttingu fylgir Haven skipulagsbakki (starter kit) sem hjálpar til við skipulag og eykur notagildi.

Haven H2/80 kemur í sex mismunandi útfærslum.

    • Lengd 80 cm
    • Dýpt 46,5 cm
    • Tvær skúffur

     Innréttingin er án borðplötu og vaska en slíkt er hægt að fá hjá okkur.


    Sendum um allt land

    Við sendum vörur um allt land. Ef verslað er yfir 20.000 kr. í vefverslun færðu vöruna frítt til þín á næsta pósthús.

    Þjónusta

    Við svörum spurningum þínum í síma og tölvupósti mánudaga til föstudaga

    Örugg greiðslumiðlun

    Greiðsluupplýsingar eru meðhöndlaðar á öruggan hátt