Baðherbergi

Orgus 25 ára - afmælistilboð

Orgus 25 ára - afmælistilboð

Fagnaðu 25 ára afmæli Orgus með okkur!

Við hjá Orgus erum stolt af því að fagna 25 árum í þjónustu og gæðaframleiðslu. Síðustu rúmu tvö áratugina höfum við afhent viðskiptavinum okkar fallega, hágæða vöru fyrir eldhús og baðherbergi, ásamt persónulegri þjónustu. Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki með mikinn metnað og skiljum þær væntingar sem viðskiptavinir okkar hafa. 

Við flytjum inn Corian steinefnið og framleiðum úr því fallegar og gegnheilar borðplötur sem þekktar eru fyrir að vera slitsterkar, blettaþolnar og samskeytalausar.

Á vefverslun Orgus og í verslun okkar á Axarhöfða býðst mikið úrval af vönduðum vörum. Við erum einstaklega stolt af Tapwell vörunum okkar, blöndunartækjum og vöskum, sem uppfylla kröfur Norðurlandabúa í hönnun og gæðum. Frá Beslag Design bjóðum við einnig upp á fjölbreytt úrval af smávöru, sem setur punktinn yfir i-ið þegar við búum okkur fallegt heimili. Ef þú ert að leita að einfaldri lausn til að breyta andrúmsloftinu, þá eru Smart Tiles límflísarnar okkar frábær kostur!

Afmælishátið - Tilboðsdagar 

Til að fagna þessum tímamótum bjóðum við uppá vegleg afmælistilboð. Dagana 10. - 15. október bjóðum við uppá allt að 25% afslátt af fjölmörgum vörutegundum. Þetta er einstakt tækifæri til að uppfylla drauminn um fallegt heimili, án þess að þú þurfir að skera niður í gæðum!

Við viljum ekki að þú upplifir þetta sem útsölu, heldur sem tækifæri til að fá dýrmæt gæði á einstökum kjörum. Vörurnar okkar eru hannaðar til að standast tímans tönn og veita þér glæsilegt umhverfi í eldhúsinu eða á baðherberginu.

Komdu og heimsæktu okkur í versluninni á Axarhöfða 18 eða kíktu á vefverslunina okkar til að nýta þér þessi frábæru tilboð. Við hlökkum til að fagna þessum tímamótum með þér og hjálpa þér að skapa þitt draumaheimili.

 

Lesa meira

NÝTT - Smart Tiles, límflísar

Skrifa athugasemd

This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.