Smart Tiles

NÝTT - Smart Tiles, límflísar

NÝTT - Smart Tiles, límflísar

Vönduðu kanadísku límflísarnar frá Smart Tiles eru nú fáanlegar á Íslandi. Þetta eru einar vönduðustu límflísarnar á markaðnum í dag svo ekki sé talað um hvað þær eru flottar.

Smart Tiles flísarnar eru einfaldar í notkun og allir eiga að geta ráðið við uppsetningu þeirra án mikillar fyrirhafnar. Þú þarft ekkert annað en límflísarnar sjálfar og engin óhreinindi við uppsetningu.

Af hverju notar maður límflísar?

Fyrir því eru margar ástæður en hér eru nokkur dæmi:

 • Þig langar að poppa upp á afmarkaðan veggflöt án mikillar fyrirhafnar
 • Þú nennir ekki að fá flísara til að koma að flísaleggja þar sem þú treystir þér ekki í það sjálf(ur)
 • Þú nennir ekki skítnum sem fylgir flísalögn þar sem verkið er ekki það stórt að það taki því.
 • Þig langar í flotta áferð á bak í skáp eða hillu
 • Þú ert leigjandi og langar að poppa upp á íbúðina en mátt ekki gera breytingar á henni. Smart Tiles geturðu tekið niður þegar þú flytur út ;)
 • Þú ert með fyrirtæki og langar að setja smá karakter og hlýleika í afgreiðsluna eða annað rými innan fyrirækisins

Skoðaðu úrvalið í vefversluninni okkar

Viltu lesa þig meira til um Smart Tiles

 


  Lesa meira

  Innbyggt sturtubox frá Tapwell - minni tjónahætta

  Skrifa athugasemd

  This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.