Baðherbergi

Innbyggt sturtubox frá Tapwell - minni tjónahætta

Innbyggt sturtubox frá Tapwell - minni tjónahætta

Innbyggð sturtutæki hafa nú um árabil notið mikilla vinsælda á Íslandi sem og víða annars staðar. Það skal engan undra enda eru þau stílhrein og falleg auk þess sem þau auka sveigjanleika í hönnun. Hægt t.d. að staðsetja stýribúnaðinn að vild, hann þarf ekki að vera beint undir sturtuhausnum eins og þegar um utanáliggjandi sturtutæki er að ræða. Eins auðvelda innbyggð sturtuæki þrif á sturturýminu verulega.

Hvað ef það kemur upp leki?

Helstu ókostir innbyggðra sturtutækja eru aftur á móti þau að ef upp kemur leki í stýribúnaðinum eða tengipunktum inn í stýribúnaðinn, skapar það töluvert meira rask með tilheyrandi múrbroti, heldur en ef sturtutækið er utanáliggjandi.

Innbyggðu sturtuboxin frá Tapwell eru ein af mjög fáum tækjum sem fáanleg eru á íslenskum markaði með vatnsþéttum tengiboxum til innbyggingar, sem kemur í veg fyrir (eða alla vega lágmarkar) lekatjón sem þessi. 

Hvernig eru veggboxin frá Tapwell frábrugðin boxum annarra framleiðenda?

Innbyggingarboxin með stýribúnaðinum frá Tapwell eru töluvert stærri en box annarra framleiðenda.  Ástæðan fyrir því er að það er ekki eingöngu stýrikerfið sem sem er inni í boxinu sjálfu heldur einnig öll samskeyti þar sem vatnpípurnar úr veggnum tengjast tækinu. En af hverju?

 • Ef upp kemur leki á samskeytum við vatnrörin (algengasti lekinn) lekur vatnið inn í boxið sjálft sem er vatnshelt, en fer ekki beint inn í múrinn í veggnum.
 • Í boxinu er gert ráð fyrir frárennsli sem tekur við vatni og leiðir rétt út úr veggnum ef upp kemur leki
 • Þar sem boxið er stórt með góðu og aðgengilegu opi að framan er hægt að komast að lekanum eða skipta út íhlutum (ef þarf) án þess að brjóta þurfi neitt upp. Ytri platan með blöndunartækinu er þá aðeins skrúfuð af og píparinn getur athafnað sig með góðu móti án nokkurs rasks á vegg eða flísum. Þetta er ástæðan fyrir því að öll innbyggð blöndunartæki frá Tapwell eru á spjaldi en ekki eins og víða annars staðar, sem stakar einingar sem koma beint út úr vegg.

  Af hverju framleiðir Tapwell öðruvísi box en flestir aðrir framleiðendur?

  Ástæðan fyrir þessu er að regluverkið í húsbyggingum í Svíþjóð (og Noregi) er strangara þegar kemur að tækjum sem þessum heldur en víða annars staðar, þ.á.m. Íslandi. Þar sem Tapwell er sænskur framleiðandi hanna þau búnað sem uppfylla slíkar reglur.

   

  Lesa meira

  Nýir Corian litir 2024
  NÝTT - Smart Tiles, límflísar