
Eldhúsvaskur 3040 - Polished brass (9422637)
Með VSK
Tapwell TA3040 eldhússtálvaskarnir eru vandaðir og góðir stálvaskar. Þeir eru gerðir úr 1,2 mm þykku stáli og mjög vel hljóðeinangraðir. Vaskurinn er til í 6 mismunandi litum sem eru hver öðrum fallegri. Eins eru til fleiri stærðir og gerðir af þessum sömu stálvöskum.
Hvað er PVD húðun?
PVD (Physical Vapour Deposition) er háþróuð tækni þar sem þunnt lag af málmi er gufuhúðað eða gasað á
yfirborð vasksins í lofttæmdu rými.
PVD myndar sterkt, slitþolið og glansandi yfirborð sem festist
varanlega við stálið.
Þessi aðferð er mun vandaðri en hefðbundin málning eða sprautuhúðun og veldur því að yfirborðið heldur lit og áferð lengur, jafnvel við mikla notkun.
Kostir PVD húðunar:
- Mjög endingargóð – húðin flagnar ekki (vaskurinn rispast þó eins og allir stálvaskar)
- Glæsilegt útlit – fáanlegt í ýmsum litum, t.d. black chrome, gold, copper, bronze eða matte black.
- Liturinn helst stöðugur – dofnar ekki vegna t.d. sólar eða þrifa.
Gallar PVD húðunar:
- Viðkvæmari fyrir rispum ef notuð eru gróf hreinsiefni eða stálull.
- Viðkvæmari fyrir efnum eins og sýru ef það fær að liggja á yfirborði vasksins. Getur þá valdið skuggum.
- Ekki er mælt með að setja sjóðandi heitar pönnur eða potta beint í vaskinn.
- Er töluvert dýrari en óhúðaðir vaskar.
- Liturinn getur tekið örlítið mismunandi blæ eftir birtu og sjónarhornum, þar sem um málmglans er að ræða (á ekki við um möttu litina).
Samantekt:
PVD húðun sameinar fagurfræði og endingu – fullkomið fyrir þá sem vilja vask sem er jafn fallegur og hann er sterkur.

Subheading
Heading
Use this text to share information about your brand with your customers. Describe a product, share announcements, or welcome customers to your store.
Vefverslun










