



Corian® osta/áleggsbakki - Calacatta Greige
Með VSK
Gefðu eldhúsinu þínu tímalausa fegurð með Corian framreiðslubrettinu okkar.
Handunnið úr afgangsefni sem annars hefði endað í landfyllingu. Með því að umbreyta afskurði í notadrjúgan og vandaðan nytjahlut stuðlum við að minna sóun án þess að fórna gæðum eða hönnun.
Corian er einstaklega sterkt, vatnshelt og viðhaldslítið efni sem hentar fullkomlega fyrir framreiðslu og skreytingar. Slétt og heilt yfirborðið er bæði hreinlegt og auðvelt að þrífa, og hvert bretti verður einstakt vegna mismunandi lita- og mynstrasamsetninga efnisins.
- Endurunnið efni, vistvæn og ábyrg hönnun.
- Sterkt, endingargott og viðhaldslítið Corian.
- Fullkomið fyrir kökur, osta, kerti, skreytingar og daglega framreiðslu.
- Fallegur og hreinn stíll sem passar inn í hvaða eldhús sem er.
- Stærðir geta verið örlítið mismunandi en brettin eru ca. 20x40 cm.
- Við mælum með að handþvo brettin eftir notkun.
Veldu framreiðslubretti sem er jafn gagnlegt og það er fallegt og styrktu um leið hringrásarhugsun og sjálfbærari framtíð.
Ef varan er ekki til á lager er hægt að heyra í okkur í síma 544 4422 eða með tölvupósti á orgus@orgus.is og tryggja sér eintak. Ekki eru alltaf allir litir til á lager.
Ef varan er merkt sem sérpöntun þarf að gera slíkt hið sama.

Vefverslun










