

micare Slípipúðar (Sanding Sponges)
Með VSK
Stærð: 100 x 125 x 10 mm
Kornastærð: 180
Slípsvampurinn okkar er fullkomin lausn til að ná fram einstaklega sléttri og fallegri áferð á viðaryfirborð. Þessi þægilegi svampur veitir góða stjórn yfir slípunarvinnunni og hentar vel á ýmis konar viðaryfirborð.
Þegar við hreinsum við með vatni getur viðurinn ýfst upp. Þetta má auðveldlega fjarlægja með léttri slípun eftir æðunum í viðnum.
Einstaklega slétt áferð:
Með kornastærð 180 nær þessi slípsvampur að skapa silkimjúka yfirborðsáferð. Allt sem þú snertir verður ánægjulegt viðkomu og útkoman glæsileg.
Auðvelt í notkun:
Svampurinn er léttur og meðfærilegur og hentar því vel fyrir óslétta lögun og yfirborð. Hann aðlagast vel að hinum ýmsu verkefnum.
Leiðbeiningar um notkun:
- Gakktu úr skugga um að viðaryfirborðið sé hreint og laust við óhreinindi.
- Haltu svampinum í hendinni og þrýstu létt á viðinn. Slípaðu eftir viðaræðum til að ná sem fallegastri áferð.
- Skoðaðu hvort þú hafir náð þeirri sléttu áferð sem þú vilt. Fjarlægðu rykið sem myndast.
- Þegar þú ert ánægð/ur með útkomuna geturðu lokið verkinu með viðarolíu, sápu eða micare áburði (balsam) – allt eftir því hvaða áferð þú sækist eftir.
Slípsvampinn má þvo og endurnýta aftur og aftur.

Vefverslun