
micare Kit 11
Með VSK
Þessi vinsæli pakki frá micare er hannaður til að gera dagleg þrif á heimilinu bæði áhrifarík og umhverfisvæn. Með vörum sem henta flestum yfirborðstegundum færðu allt sem þú þarft til að viðhalda og hugsa vel um það sem þér þykir vænt um.
Viðhaldssápa (250 ml)
100% náttúruleg vara úr eimuðu vatni og náttúrulegri grunnsápu. Þessi húð- og umhverfisvæna sápa hreinsar vel án ilmefna, bleikiefna eða óþarfa aukaefna. Við reglulega notkun myndar hún verndarlag sem lengir líftíma yfirborðsins. Sápan hentar vel til daglegra þrifa og er sérstaklega mælt með henni fyrir yfirborð úr lagskiptum efnum, linoleum, við sem hefur verið meðhöndlaður með sápu eða olíu, sem og leður.
Leiðbeiningar: Bleyttu meðfylgjandi svamp, nuddaðu hann aðeins og berðu sápu á. Svo nuddarðu svampinn sjálfan þar til mjúk og mikil froða myndast. Nuddaðu froðunni á yfirborðið í hringlaga hreyfingum. Þurrkaðu með þurrum trefjaklút. Prófaðu alltaf fyrst á svæði sem sést minna eða ekki. Við reglulega notkun myndar sápan verndandi filmu með tímanum.
micare áburður (balsam) - 100 ml
Fullkomin næring og vörn fyrir allar tegundir steins, sem og við sem hefur verið meðhöndlaður með sápu eða olíu, ómeðhöndlaðan við, leður (nema nubuck, rúskinn og alcantara), vaxdúk, gore-tex, plast, polyrattan, steinsteypu, trefjagler, gúmmí, vinyl, málma, sink, gervileður, „nonwood“ og burstuð kopar/messing/stál. Nærir og verndar með langvarandi áhrifum. Auðvelt er að bera á með svampi og skilur eftir sig verndandi, óhreinindavarnandi áferð.
Leiðbeiningar: Nuddaðu þurrum og hreinum svampi í áburðinn. Skafðu afgangsáburð af á brún ílátsins – mikilvægt er að bera á í þunnu lagi. Mælt er með að prófa á lítt sýnilegu svæði. Ekki er nauðsynlegt að pússa á eftir. Ef yfirborðið verður feitt, hefur of mikið verið borið á og er þá gott að strjúka yfir með þurrum trefjaklút.
Athugið: Litur getur dregist upp úr yfirborði.
micare trefjaklútar (1 lítill og 1 stór)
Þessir klútar eru úr ofurfínum örtrefjum sem tryggja áhrifarík þrif. Hægt er að nota þá bæði þurra og blauta, og þeir draga vel í sig ryk og óhreinindi án þess að nota þurfi kemísk efni.
Þurr notkun: Notaður sem rykklútur – rafhleðsla í trefjunum dregur til sín ryk.
Blaut notkun: Þegar klúturinn er blautur dregur hann í sig vatn og óhreinindi og heldur þeim föstum í trefjunum.
Viðhald:
Klútana má þvo við 60–90°C og nota aftur og aftur, sem gerir þá að vistvænum valkosti. Forðastu mýkingarefni, klór og þurrkara til að viðhalda eiginleikum þeirra.

Vefverslun