
Eldhúsvaskur 2040 - Bronze (9429194)
Með VSK
Sérpöntunarvara
Vara þessi er alla jafna sérpöntunarvara en tilfallandi geta verið til einstaka stykki á lager.
Um sérpöntunarvörur gilda aðrar reglur um skipti og skil. Sjá reglur um skil og skipti
Pöntunartími frá Tapwell
Alla jafna tekur ca 4 - 5 vikur (+/-) að fá pantanir frá Tapwell eftir að pöntun er send frá okkur, að því gefnu að varan sé til á lager hjá framleiðanda. Pantað er á ca. 2 mánaða fresti, það getur þó verið breytilegt eftir álagi.
Það má því í heildina gera ráð fyrir 12 vikna afhendingartíma (+/-).
Tapwell TA2040 er vandaður stálvaskur sem sameinar tímalausa norræna hönnun, yfirburða gæði og framúrskarandi notendaupplifun.
Vaskurinn er 200x400 mm að innanmáli og 180 mm á dýpt og getur verið niðurfelldur, ofanáliggjandi eða undirlímdur.
Vaskurinn er framleiddur úr 1,2 mm þykku ryðfríu stáli, sem veitir honum mikinn styrk, stöðugleika og endingargott yfirborð.
Til að tryggja rólegt og þægilegt eldhúsumhverfi er hann mjög vel hljóðeinangraður, bæði með hljóðdempandi kvoðu og einangrunarleppum allan hringinn.
Þannig dregur hann úr hávaða þegar vatn eða áhöld snerta vaskinn.
Vaskurinn fæst í sex litum, þar sem Stainless Steel er óhúðað ryðfrítt stál, en hinir fimm litirnir eru með PVD húðun (Physical Vapor Deposition). Allir eldhúsvaskarnir koma með botnventli, vatnslás og loki fyrir yfirfallið.
Þrífðu vaskinn með mildum uppþvottalegi og volgu vatni og notaðu til þess uppþvottabursta eða mjúkan svamp. Gott er að strjúka mestu bleytuna af með góðri örtrefjatusku.

Vefverslun










