Salernisstoð 40134 - Stainless Steel
Með VSK
Uppfellanlega salernisstoðin 40134 er fullkomið hjálpartæki til að auðvelda að standa upp af klósettsetunni, sérstaklega á baðherbergjum sem eru hönnuð til að mæta þörfum hreyfihamlaðra einstaklinga, aldraðra og fólks með fötlun.
Auðvelt er að fella stoðina upp þegar hún er ekki í notkun sem losar um pláss og gerir hana sérlega hagnýta í þröngu baðherbergisumhverfi. Þegar stoðin er lögð upp er hún í öruggri stöðu sem kemur í veg fyrir að hún falli niður.
Hægt er að fá samlitan WC rúlluhaldara til að festa á salernisstoðina.
Fæst í tveimur mismunandi útfærslum.
Ef varan er ekki til á lager er hægt að heyra í okkur í síma 544 4422 eða með tölvupósti á orgus@orgus.is og tryggja sér eintak. Ekki eru alltaf allir litir til á lager.
Ef varan er merkt sem sérpöntun þarf að gera slíkt hið sama.
Vefverslun