Það hefur verið mikill áhugi á Picky Living frá því Orgus hóf innflutning á því í lok árs 2022. Picky Living hefur frá því 2009 sérhæft sig í að framleiða fronta á IKEA eldhús, hvort sem um ræðir METOD línuna sem nú er í gangi eða FAKTUM, eldri línuna. Eins framleiða þeir fronta á PAX fataskápalínuna.
Möguleikinn að geta keypt IKEA grunnskápa með öllum þeim möguleikum sem boðið er upp á og á hinu hagstæða verði IKEA, en samt sem áður aðlagað útlitið að þínum óskum og þörfum er tiltölulega nýtt á íslenskum markaði. Picky Living gerir okkur kleift að bjóða þér alla mögulega liti og fjölda skemmtilegra áferða á fronta sem er langt umfram það sem þú getur fengið hjá IKEA. Að geta sett saman fronta með þínum uppáhalds lit og áferð með í fræstum gripum eða fallegum höldum í miklu úrvali getur gjörbreytt útlitinu á eldhúsinu algjörlega. Þú ferð frá stöðluðu í sérhannað.

Hágæða sérframleiðsla
Picky Living frontarnir eru að ákveðnu leiti staðlaðir en eru engu að síður sérframeiddir fyrir hvern og einn. Framsleiðslan er vönduð en allir frontar eru annað hvort úr sprautulökkuðu MDF eða viðarspónlögðu MDF. Hægt er að fá aðlagaðar stærðir með hinum stöðluðu stærðum ef eitthvað þarf að aðlaga eldhúsið að því rými sem um ræðir.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða Picky Living nánar bendum við á heimasíðu Picky Living í Svíþjóð ef öllum spurningum er ekki svarað hérna á síðunni okkar. Þar er líka hægt að taka saman vörupakka og skoða gróflega verð.
Til að átta sig á verðinu hjá okkur þarf að setja þetta yfir í ISK og margfalda með 1,2 - 1,25 (fer eftir því hve mikið þetta er. Lægra margfeldið ef magnið er mikið.
Þessi aðferð gefur verðhugmynd en er ekki endanlegt verð eða bindandi verð.
Önnur leið sem er mun ónákvæmari er að skoða dýrustu útgáfu af svipaðri einingu hjá IKEA. Ef þú tekur t.d. sprautulakkaða slétta einingu eða fullningarhurð þá má alveg gera ráð fyrir að Picky Living sé ca. tvöfalt dýrari. Ef tekin er eining með viðaráferð hjá IKEA má alveg gera ráð fyrir að Picky Living sé þrefalt dýrara. Eins og áður segir er þetta mjög ónákvæm leið en ætti þó að gefa hugmynd í rétta átt.
Er þetta eitthvað fyrir þig?
Komdu með IKEA teikningarnar þínar (helst allan pakkann) og fáðu tilboð. Við getum farið í gegn um möguleikana sem í boði eru og aðstoðað þig við að setja pakkann saman.
Skrifa athugasemd
This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.