Beslag Design

Nýjar höldur frá Beslag Design

Nýjar höldur frá Beslag Design

Beslag Design kom nýlega með tvær nýjar línur af höldum á markað. Þrátt fyrir að vöruúrvalið sé ótrúlega mikið hjá Beslag Design láta þeir ekki deigan síga í vöruhönnun og eru alltaf að koma með eitthvað nýtt og skemmtilegt.

 

Helix höldur - Dark Bronze

Önnur línan er framlenging af Helix línunni en þar bættist fimmti liturinn í safnið, Dark Bronze.  Fyrir eru litirnir Stainless Steel, Matte Black, Brass og Antique Bronze.

Þessi dökkbrúni og djúpi litur bætir við skemmtilegum karakter í annars frábæra vörulínu.  Til að byrja með eru týpurnar í litnum takmarkaðar við höldum í tveimur minnstu stærðunum og minnsti hnúðurinn. Eins fæst T-haldan í Dark Bronze.

Allar sömu stærðir og útgáfur fást í Helix Stripe línunni.

Skoða Helix Dark Bronze

Spira - minimalísk klassík

Handföng og hnúðar Spira eru með einfaldari hönnun sem finnst á markaðnum. Þar sem Spira kemur í þremur glæsilegum litum og og í tveimur mismunandi c/c stærðum hentar Spira alls kyns skáphurðum og skúffum.

Hvort sem það er eldhúsið, baðherbergið eða húsgögnin sem eru í brennidepli, þá býður Spira upp á hönnun sem sameinar nútíma strauma og tímalausa klassík. Minimalísk hönnun og glæsileiki minnir okkur á að fegurðin felst oft í einfaldleikanum.

Skoða Spira

 

Lesa meira

Black Friday tilboð
Nýir Corian litir 2024