Vefverslun og betrumbætt vefsíða
Nú er ný vefsíða Orgus komin í loftið og að þessu sinni höfum við bætt við vefverslun.
Nú geta viðskiptavinir okkar verslað af okkur á netinu heima úr stofu eða undirbúið sig með því að skoða vörurnar áður en kíkt er til okkar í verslunina á Axarhöfða.
Til að byrja með verðum við með fleiri vörur á netinu heldur en til eru á lager en hægt er að sérpanta allar þær vörur sem fram koma í vefversluninni. Þegar fram líða stundir mun úrvalið af lagervöru aukast.
Við erum komin með gott úrval af alls kyns blöndunartækjum og vöskum frá Tapwell á lager þannig að afgreiðslutími þeirra vara er alla jafna mjög stuttur.
Höldur og húnar frá Beslag Design eru afgreiddir á ca. viku til 10 dögum (ef varan er til á lager). Stefnt er að því að hafa ákveðið vöruval frá Beslag Design á lager en alltaf verður samt eitthvað um sérpantanir þar sem vörusafn þeirra er mjög stórt.
Haven baðinnréttingarnar eru alltaf sérpöntunarvara og því ekki hægt að versla þær í gegn um vefverslun, en við setjum vöruna þangað til þess að hægt sé að skoða það sem í boði er.
Ekki er hægt að skoða Corian og Picky Living í vefverslun þar sem það er alltaf sérframleiðsla. Við aðstoðum ykkur með það og aðrar vöru með hér i verslun okkar á Axarhöfða eða í gegn um síma.