Eldhús

TS9 - Eldhús í Reykjavík

TS9 - Eldhús í Reykjavík

Einfalt og stílhreint eldhús í eldri blokkaríbúð

Í þessari fallega uppgerðu blokkaríbúð völdu eigendurnir klassískt og stílhreint útlit. Corian borðplatan er hvít á lit (Glacier White) ofan á hvítri háglans IKEA innréttingu.  Hvítt á hvítt er einfaldlega stílhreint, tímalaust og fallegt sem gefur tækifæri á að leika sér með liti á veggjum og öðrum innanstokksmunum og skrautmunum.

Setusvæði og vinnuborð

Corian Glacier White borðplata í blokkaríbúð í ReykjavíkHér var ákveðið að útbúa setusvæði í framhaldi af innréttingunni í stað þess að vera með sérstakan borðkrók, enda var eldhúsið opnað fram á gang til að búa til opnara alrými. Þannig nýttist plássið vel sem matarborð og sem viðbótar vinnusvæði.  Það sem hafa þarf í huga þegar svona er gert að undir þetta þarf að útbúa sérstakar styrkingar en það hleypir kostnaði aðeins upp. Auk styrkinga undir borðplötunni er henni haldið uppi með gaflenda á annarri hliðinni og svo skápunum hinumegin.

Corian Glacier White borðplata

 

Vörumerkin okkar