Aðrir litir

Smáralind

Smáralind

Þjónustuborð og pökkunarborð í Smáralind

Stjórnendur í Smáralind völdu Corian á þjónustuborðið í miðju húsinu sem og á innpökkunarborð þar sem viðskiptavinir geta pakkað inn gjöfum sem þeir hafa keypt í Smáralind.

Helstu ástæður þess að Corian varð fyrir valinu eru þessar:

  • Corian er einstaklega slitsterkt en það skiptir miklu máli á stað eins og í Smáralind þar sem álag er mikið
  • Corian er hægt að gera við og laga ef skemmdir verða. Því miður hefur það loðað við í gegn um tíðina að umgengni um eigur í almannarýmum eru ekki endilega til fyrirmyndar. Það er því mikill kostur að þurfa ekki að skipta þessum einingum alfarið út í hvert sinn sem eitthvað kemur upp.
  • Corian er hægt að hitamóta og því var efnið tilvalið í þá nýtt þjónustuborð sem staðsett var við endann á einu af þremur opum á milli hæða í húsinu.  Lögun þjónustuborðisins var látin tala við rúnnaðar línur hússins og opanna sem eru á milli hæðanna. Með þessu móti er jafnframt ákveðin mýkt í flæðinu á göngugötunni þar sem þjónustuborðið er á engan hátt aflokandi.

Hitamótun

Með því að hita Corian plötur upp í ákveðið hitastig er hægt að forma það þannig að það haldi lögun sinni þegar það kólnar aftur.  Þetta gefur mjög skemmtilega mögguleika í hönnun eins og sjá á á þjónustuborðinu í Smáralind

Unnið með lýsingu

Fyrir Smáralind unnum við líka svokallaða WiFi staura en á þeim tíma sem þeir voru uppi, sýndu þeir þau svæði í húsinu þar sem hægt var að nálgast frítt þráðlaust net hússins betur en annars staðar. Þessi heitu svæð voru staðsett á setusvæðum hússins.

Á þessum WiFi staurum léku menn sér með lýsingu þannig að fræstir voru stafir í Corian plötur (WiFi) og þar fyrir aftan var svo komið fyrir LED lýsingu sem lýstu í gegn um Corian efnið í þeim lit sem ljósið var stillt á hverju sinni.

 

Vörumerkin okkar