Fyrirtæki og stofnanir

Safnahúsið

Safnahúsið

Afgreiðsla og móttaka Safnahússins við Hverfisgötu

Í gamla Safnahúsinu við Hverfisgötu hönnuðu arkitektar afgreiðsluborð í verslun og móttöku hússins úr hvítu Corian (Glacier White).

Hönnunin er einkar skemmtileg, en í henni heiðruðu arkitektarnir upphaflega hönnun hússins og nýttu sér bogadregnar línur úr stiga hússins og heimfærðu yfir á afgreiðskuborðin. Að hluta til eru því sömu bogar framan á afgreiðsluborðunum og á neðri hlið stigans. 

Hitaformun

Til að ná þessum fallegu bogum á afgreðsluborðunum eru Corian plöturnar hitaðar en með því er hægt að móta þær til eftir formum sem smíðuð er til þess eins. Þetta er sá eiginleiki Corian sem er hvað skemmtilegastur fyrir arkitekta að vinna með en það eykur verulega möguleikum í hönnun í verkefnum sem þessu.

Hitamótaðar línur í Corian afgreiðsluborði í Safnahúsinu

Vörumerkin okkar