Eldhús

Mosfellsbær - eldhús

Mosfellsbær - eldhús

Glacier White Corian borðplata í fallegu uppgerðu húsi í Mosfellsbæ

Í fallegu eldra húsi í Mosfellsbæ tóku eigendur eldhúsið og alrýmið allt í gegn.  Eldhúsið var þar opnað inn í stofu og eyju var komið fyrir sem ekki var áður.

Fyrir valinu varð svört innrétting úr IKEA sem húsráðendur bættu aðeins og breyttu með aðlögun að eigin smekk. Með þessu völdu þau að vera með alveg hvíta Corian borðplötu (Glacier White) sem er falleg andstæða við svörtu frontana.

Þessir andstæðu litir eru svo mýktir upp með fallegum jarðtóna skrautmunum og brettum.

Corian Glacier White borðplata í fallegu húsi í Mosfellsbæ

Borðplatan

Borðplatan er annars vegar vinkilborðplata í standard breidd þar sem settur hefur verið vaskur. Eigendurnir ákváðu að taka samfelldan og samlitan Corian Spicy 970 eldhúsvask. 

Við vinkilborðplötuna var ákveðið að taka 10 cm háa veggklæðningu (4 mm þykka) sem látin er mæta viðar veggklæðningunni sem síðan þekur vegginn upp í loft. Hæðin á Corian veggklæðningunni í þessu tilfelli ræðst af hæð tveggja glugga sem liggja við lengri hlið borðplötunnar. Veggklæðninginn er þannig látin tengjast gluggakistum í þessum tveimur gluggum, sem einnig eru smíðaðar úr Corian.  Með þessu næst áferðarfalleg og saumlaust yfirbragð þar sem hreinleikinn hefur yfirhöndina.

Eldhúsvaskurinn

Spicy 970 vaskurinn er stór og góður og rúmar vel ofnskúffu í venjulegum stærðum. Það að vera með samfelldan vask er ekki bara fallegt heldur auðveldar það öll þrif.

Corian Spicy 970 samfelldur og samlitur vaskur

Eyjan

Eyjan er einföld en falleg, 1 metri á breidd.  Hún er með skápum undir öðru megin en hinumegin er matarborðshluti þar sem heimilisfólk getur setið og tekið þátt í heimilislífinu hvort sem er á matmálstímum eða utan þeirra.  Húsráðendur hér ákváðu að láta borðplötuna ekki ná niður með hliðum eyjunnar (gaflendar) eins og algengt er að gera en í staðinn útbjuggu þau sér fallegar svartar hliðar í stíl við frontana á innréttingunni. Heildin er áferðarfalleg og mjúk.

Corian Glacier White eldhúseyja

Vörumerkin okkar