Fyrirtækið

Hver erum við?

ORGUS ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1999 og er innflytjandi og framleiðandi úr DuPont™ Corian® sem framleitt er af hinu þekkta alþjóðlega fyrirtæki DuPont™. Corian® er gegnheilt steinefni sem er mest þekkt fyrir að vera notað í borðplötur á innréttingar fyrir heimili jafnt sem fyrirtæki og stofnanir.

DuPont™ Corian® er með dreifingaraðila um allan heim og reynslan af efninu því mjög mikil. Þeir hafa verið í farabroddi í þróun og framleiðslu á efninu frá 1968. DuPont™ Corian® er tákn fyrir gæði og gott útlit sem endist.

“Markmið ORGUS er að gera DuPont™ Corian® að þekktu og virtu vörumerki á íslenskum markaði eins og gert hefur verið erlendis. Við veitum úrvals þjónustu og viljum vera þekkt fyrir gæðaframleiðslu með gæðaefni.”

Eftir að kynslóðaksipti urðu í fyrirtækinu tókum við inn fleiri vörur sem fara einkar vel með þeirri starfsemi sem verið hefur burðarás fyrirtækisins í gegn um árin. Áfram er horft til þess að þjónusta viðskiptavini á persónulegan hátt og bjóða upp á hágæða vörur og fallega hönnun.

Árið 2022 tókum við inn tvö ný umboð.

Annað þeirra er samstarf okkar við Picky Living, sænskan framleiðanda fronta á IKEA eldhúsinnréttingar og fataskápa. Picky Living framleiðir vörur sínar eftir pöntun og býður upp á sérsmíði ef þörf er á.

Orgus er jafnframt með einkaumboð frá sænska framleiðandanum Tapwell með vaska og blöndunartæki fyrir eldhús og baðherbergi, sem og dótturfyrirtæki Tapwell, Haven, sem er býður upp á einstaklega vandaðar baðinnréttingar.

framúrskarandi

þjónusta og gæði framar öllu

Aðrar upplýsingar um fyrirtækið

Orgus ehf. er móðurfélag Gæsks ehf. Orgus heldur utan um innflutning, sölu og framleiðslu á Corian borðplötum en í Gæsk er haldið utan um innflutnig og sölu á öðrum vörum fyrirtækjanna.

Orgus ehf.

Axarhöfða 18
110 Reykjavík
Ísland

Sími: 544-4422

Kt. 640299-3129
VSK nr. 61933

Gæskur ehf.

Axarhöfða 18
110 Reykjavík
Ísland

Sími: 544-4422

Kt. 480900-2940
VSK nr. 69691

Vörumerkin okkar