Vörulínur Primo

Vörulínur Primo

Primo Vinduer bjóða upp á þrjár vörulínur í gluggum og hurðum. Hvaða línu hver og einn velur er undir óskum hvers og eins komið, sem og hefðum og þörfum hvað varðar lit og áferð. Allar vörulínurnar henta einkar vel íslenskri veðráttu hvað varðar einangrun og vindálag.

  • álgluggar plastgluggar gluggar
    Plast (PVC)
  • álgluggar plastgluggar gluggar
    Álplast (Alulight)
  • álgluggar plastgluggar gluggar
    Áltré (Træ/alu)

Plastgluggar og hurðir eru elstla vörulínan hjá Primo. Plastgluggar eru fyrir viðskiptavini sem vilja fá gæði á góðu verði og losna við allt viðhald.

Primo er með yfir 40 ára reynslu á framleiðslu plastglugga með góðum árangri. Mikið er lagt upp úr gæðum og stöðugri vöruþróun. Mikið úrval af einingum er í boði í plastlínunni og framleiddar eru sérsniðnar lausnir fyrir hvern og einn.

Litir

Hvítt – Plastlínan er alltaf hvít bæði inni og úti. Gluggarnir haldast hvítir og fallegir og þarfnast ekki reglulegs viðhalds eins og málningarvinnu.

Helstu kostir

Viðhaldsfríir, innan og utan

Þægilegir í ísetningu

Mjög vandaðar samsetningar sem bræddar eru saman

Góð loftun

Góð einangrun

Næturloftun

Tveggja til fimm punkta læsingar sem hamla innbrotum (fer eftir stærð einingarinnar)

 

Helstu einingar í boði

Fastir gluggar

Topphengdir gluggar

Hliðarhengdir gluggar

“Drej-/kip gluggar (opnast inn að ofan í einni stillingu en hliðaropnun í annarri stillingu)

Útidyrahurðir (opnast inn eða út)

Svalahurðir (opnast inn eða út)

Tvöfaldar svalahurðir (opnast út þar sem önnur hurðin er ráðandi)

Rennihurðir (drej-/kip hurð sem býður þar af leiðandi líka upp á loftun að ofan)

Álpastgluggar eru fyrir kröfuharðaviðskiptavini sem vilja fá gæðavöru og losna við allt viðhald.

Primo er með yfir 40 ára reynslu á framleiðslu plastglugga með góðum árangri. Mikið er lagt upp úr gæðum og stöðugri vöruþróun. Mikið úrval af einingum er í boði í álplastlínunni og framleiddar eru sérsniðnar lausnir fyrir hvern og einn.

Litir

Álplast gluggarnir koma í 10 stöðluðum litum að utan (þó alltaf hvítir að innan)

Allir RAL – litir (þú getur sérpantað hvað lit sem er í RAL litakóðanum, yfir 200 litir)

Hægt er að fá suma liti í sléttri og glansandi áferð og aðra með mattri áferð

Helstu kostir

Allir sömu kostir og Primo plastgluggar auk  þess að fá hina fallegu áferð duftlakkaðrar álklæðningarinnar

Mikið litaúrval að utan

Álklæðningin er þannig hönnuð að plastið á bakvið hitnar ekki  í mikilli sól þótt álklæðningin sé dökk á lit

Lestu nánar um kosti Primo álplast glugga á heimasíðu Primo Vinduer

 

Helstu einingar í boði

Fastir gluggar

Topphengdir gluggar

Hliðarhengdir gluggar

“Drej-/kip gluggar (opnast inn að ofan í einni stillingu en hliðaropnun í annarri stillingu)

Útidyrahurðir (opnast inn eða út)

Svalahurðir (opnast inn eða út)

Tvöfaldar svalahurðir (opnast út þar sem önnur hurðin er ráðandi)

Rennihurðir (drej-/kip hurð sem býður þar af leiðandi líka upp á loftun að ofan)

 

Primo Plastgluggar gluggar