Primo® gluggar

Primo® gluggar og hurðir

Gluggar og hurðir fra danska framleiðandanum Primo fást hjá Orgus. Við flytjum inn sérsmíðaðar einingar eftir þörfum  hvers og eins. Um er að ræða gæða plastglugga, álplastglugga og áltréglugga.  15 ára reynsla er af Primo gluggum hér á Íslandi en Primo var stofnað árið 1974 í Danmörku og hefur því áralanga reynslu á danska markaðinum.

Eiginleikar Primo glugga og hurða

Primo gluggar eru endingargóðir og viðhaldsfríir gluggar sem hentar sérlega vel íslenskum aðstæðum. Gluggarnir eru framleiddir með áherslu á gæði, virkni og fallega hönnun.

Prófílkerfið í gluggunum frá Primo eru umhverfisvottaðir eftir ISO 14001. Plastið er sérstaklega þróað, hart og höggfast PVC plast með UV-vörn.

Hér geturðu heimsótt vefsíðu Primo Vinduer.

Því miður er hún bara á dönsku sem stendur en verið er að vinna í íslenskri útgáfu hennar.

Primo útidyrahurð