Samskeytalausar Corian® borðplötur

Samskeytalausar Corian® borðplötur

Corian® borðplötur í eldhús og á baðherbergi er tilvalin lausn fyrir vandláta og þá sem leggja mikið upp úr glæsileika og góðri endingu.

  • ENDINGARGOTT – Corian® heldur útliti sínu í áranna rás og stenst álag og at hvunndagsins.
  • STYRKUR – Corian® hefur frá upphafi sannað styrkleika sinn sem harðgert efni sem hentar bæði á heimilum, hjá fyrirtækjum og á almenningsstöðum. Corian® flagnar ekki, samskeyti eru ekki sýnileg og efnið dregur ekki í sig vökva.
  • AUÐVELT Í ÞRIFUM – Yfirborð efnisins er mjög slétt og heilt sem kemur í veg fyrir að blettir og óhreinindi setjist í efnið. Bletti, sem sjást á yfirborðinu, er auðvelt að þrífa af með eldhússvampi og venjulegum hreinsiefnum til heimilisþrifa.
  • DREGUR EKKI Í SIG ÓHREININDI – Þar sem Corian® er mjög yfirborðsslétt dregur platan ekki óhreindi eða efni í sig. Bakteríur og mygla á því afar erfitt uppdrdáttar.
  • HÆGT ER AÐ GERA VIÐ ÞAÐ – Corian® er hægt að gera eins og nýtt án mikillar fyrirhafnar. Erfiða bletti og léttar rispur er auðvelt að fjarlægja með því einfaldlega að nudda flötinn með hreinsiefnum og svampi. 
  • ENGIN SAMSKEYTI – Samskeyti eru vel falin í Corian® með sérstöku lími sem er látið tóna við hvern lit fyrir sig. Þetta gerir okkur kleift að útbúa stóra hluti og fleti sem líta út fyrir að vera í einni heild. Þessi stóru samskeytalausu stykki geta verið borðplötur með vöskum og hliðum upp frá borðplötum og/eða niður með hliðum á innréttingum. Þegar ekki eru nein samskeyti er jafnfram töluvert minni hætta á að óhreinindi og bakteríur safnist fyrir.

Veldu þinn uppáhaldslit
þeir eru nú ekki nema rétt um hundrað talsins.

Við erum með mikið úrval vaska sem felldir eru ofan í borðplötuna. Þeir fljóta í einni heild við plötuna og safna því ekki óhreinindum og eru ákaflega auðveldir í þrifum.   

Eldhúsvaskar – hvítir
Eldhúsvaskar  í ýmsum litum

Baðvaskar – hvítir
Baðvaskar í ýmsum litum

Hér geturðu skoðað verkefnin okkar