Hvað eru Corian® borðplötur og Primo® gluggar?


Þekkt og viðurkennd vörumerki
Gæðavörur sem endast
Hvað er DuPont™ Corian®?
DuPont™ Corian® er skrásett vörumerki DuPont™. Það er gegnheilt steinefni sem bundið er saman með akrílblöndu ásamt fleiri efnum. Með þessu móti hafa náðst fram eiginleikar sem ekki eru til staðar í 100% náttúrulegum steini.
Borðplötur – hönnun og notkun
DuPont™ Corian® er þróað út frá hönnunarlegum eiginleikum. Corian borðplötur eru til í fjölda lita og eru ákaflega auðveldar í meðhöndlun. Efnið er hægt að móta að vild en helstu kostir þess eru að samsetningar eru ekki sjáanlegar og að hægt er að sveigja efnið með hitunarmeðferð.
Corian er ákaflega þægilegt í umgengni, hreinlegt og þolið. Auk þess eru möguleikar efnisins mjög miklir í hönnun. Hægt er að setja vaska úr Corian með borðplötunum þannig að hvergi myndast samskeyti eða misfellur.
Ótrúlegir möguleikar eru í frágangi og hönnun sem býður fólki að velja sinn persónulega stíl fyrir heimilið eða fyrirtækið.
Hvað eru Primo® viðhaldsfríir plastgluggar og álplastgluggar?
Orgus flytur inn og smíðar eftir pöntun gæða plastglugga, álplastglugga og áltréglugga frá danska framleiðendanum Primo. Það er hægt að fá gluggana í stöðluðum stærðum og sérsmíðaða eftir pöntun. 15 ára reynsla er af Primo gluggum hér á Íslandi. Primo var stofnað árið 1974 í Danmörku og hefur því áralanga reynslu á danska markaðinum.
Gluggar – hönnun og notkun
Primo gluggar eru endingargóðir og viðhaldsfríir gluggar sem hentar sérlega vel íslenskum aðstæðum. Gluggarnir eru framleiddir með áherslu á gæði, virkni og fallega hönnun.
Prófílkerfið í gluggunum frá Primo eru umhverfisvottaðir eftir ISO 14001. Plastið er sérstaklega þróað, hart og höggfast PVC plast með UV-vörn. Gluggarnir eru til í stöðluðum stærðum og smíðaðir eftir máli. Ekki er tekið aukagjald fyrir sérsniðnar lausnir.