Corian® í eldhúsið

Corian borðplötur í eldhús Orgus
Corian borðplötur í eldhús Orgus

Corian® borðplötur í eldhúsið þitt

Samskeytalausar borðplötur og vaskar sem auðvelda þér að halda eldhúsinu skínandi hreinu og fallegu.

Corian® borðplötur í eldhúsið

Borðplötur úr Corian® steinefni eru gegnheilar og samskeytalausar og því tilvaldar í eldhúsið. Þær fást í fjölmörgum litum og litatónum og eru borðplöturnar sérsniðnar að þínum óskum. Gegnheilt og silkimjúkt yfirborð DuPont™ Corian® gerir það að verkum að blettir og óhreinindi eiga ekki greiðaleið ofan í borðplötuna. Þar sem Corian® borðplötur og vaskar eru samskeytalaus auðveldar það þér vinnuna við að halda eldhúsinu skínandi hreinu og fallegu.  Corian® gegnheilt og því er auðvelt að pússa upp og gera við ef þarf á að halda.

 

Eldhúsvaskar

Eldhúsvaskana er hægt að fá heilsteypta úr Corian® en slíkir vaskar fást eingöngu í hvítum lit. Í öðrum litum en hvítum fást þeir með stálbotni en Corian® hliðum.

Vaskarnir fást í mörgum stærðum og þeir stærstu eru það stórir að auðvelt er að koma bökunarplötum ofan í vaskana til að vaska þær upp.

 

Hafðu samband og fáðu verðtilboð

Ef þú hefur áhuga á að fá nánari upplýsingar eða verðtilboð, sendu okkur póst eða líttu við hjá okkur að Axarhöfða 18. Allar borðplötur eru sérsmíðaðir eftir málum og er ekki tekið aukagjald fyrir það. Teikningar með máli eða stærð borðplötu er nauðsynleg forsenda þess að geta gefið nákvæmt verð.